Búið er að hreinsa veginn um Súðavíkurhlíð en þar féllu tvö myndarleg grjót úr hlíðinni á veginn. Að sögn Guðmundar Björgvinssonar hjá Vegagerðinni hefur ekki verið mikið um hrun í sumar en rigningin sennilega áhrifavaldur að þessu sinni.

bryndis@bb.is

DEILA