Saga einleikja er komin út

Okkar eigin einleikari Elfar Logi Hannesson lauk í vikunni fjármögnun á útgáfu á einstakri bók um einleikjasögu Íslands. Í dag fékk hann svo í hús nokkra kassa af bókinni og stendur nú yfir dreifing á henni í verslanir og afgreiðsla á fyrirframpöntunum.

Á vef Kómedíuleikhússins segir að Einleikjasaga Íslands sé sannarlega einstök bók sem á enga sína líka. Bókin er prýdd fjölda einstakra mynda af einleikurum þjóðarinnar auk þess er þar að finna skrá yfir alla einleiki er settir hafa verið á senu í hinu íslenska atvinnuleikhúsi. Það er ekki heldur á hverjum degi sem íslenskar leikhúsbókmenntir komast á prent. Þessi útgáfa var eins og svo margt annað í listinni heljarinnar langhlaup.

Þeir sem ekki ætla á gamanmyndhátíð á Flateyri, taka ekki þátt í þríþraut Craft og fara ekki að hjóla með Ferðafélagi Ísfirðinga, geta sest niður með kaffibolla og lesið allt um einleiki á Íslandi alla helgina.

bryndis@bb.is

DEILA