Menntamálaráðherra á Ísafirði

Elfa S. Hermannsdóttir, forstöðukona Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Kristján Þór Júlíusson í veðurblíðunni á Ísafirði.

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, heimsótti Ísafjörð í vikunni og kynnti sér starfsemi Háskólaseturs Vestfjarða og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða auk þess að taka þátt í námskeiði kennara um Biophiliu menntaverkefnið sem fór fram í Grunnskólanum á Ísafirði. Ísafjörður skartaði sínu fegursta á þessum degi, og á vef ráðuneytisins er haft eftir ráðherranum að það sé regla fremur en undantekning.

smari@bb.is

DEILA