Unglingalandsmót á Egilstöðum

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Hægt er að taka þátt í 23 mismunandi greinum auk þess sem hægt verður að prófa fjöldann allan af íþróttagreinum og annarri afþreyingu.

Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin árlega, á mismunandi stöðum, um verslunarmannahelgar frá árinu 1995. Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Ekki er nauðsynlegt að vera félagi í íþróttafélagi.

Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

bryndis@bb.is

DEILA