Stjórnvaldssekt frekar en farbann

Mynd úr safni

Drög að lagafrumvarpi um breytingar á lögum um siglingar er nú til umsagnar hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Í drögunum er lagt til að bætt verði við ákvæði um stjórnvaldssektir vegna brota á lögunum.

Í lögunum er fyrst og fremst gert ráð fyrir því að brot gegn þeim séu kærð til lögreglu til rannsóknar. Aðeins er að finna eina tegund stjórnsýsluviðurlaga sem er farbann, sem eðli málsins samkvæmt kann að vera mjög þungbært úrræði. Beiting stjórnvaldssekta er almennt skilvirkara úrræði en að bera mál undir dómstóla af hálfu ákæruvaldsins. Eftirlitsstjórnvöld eru oft í lykilaðstöðu til að meta hvar þurfi að bregðast við á skilvirkan hátt til þess að halda uppi lögum.

Málsmeðferð er almennt kostnaðarminni þegar stjórnvöld leggja á stjórnsýsluviðurlög heldur en þegar dómstólar dæma menn eða lögaðila til refsingar. Kostnaður hins brotlega, t.d. vegna aðstoðar lögmanna, er oftast einnig minni þegar um stjórnsýsluviðurlög er að ræða. Þá tekur almennt mun skemmri tíma að rannsaka og koma fram stjórnsýsluviðurlögum en refsingu.

Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin og skulu þau berast á netfangið postur@sm.is fyrir 4. ágúst.

Úr drögunum:

Á eftir 34. gr. laganna kemur ný grein, 34. gr. a., svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:

Stjórnvaldssektir

Samgöngustofa getur lagt stjórnvaldssektir á einstakling eða lögaðila sem brýtur gegn:

 1. mgr. 1. gr., um leyfi til farþegaflutninga í atvinnuskyni,
 2. gr., um smíði, búnað, mengunarvarnir skipa o.fl.,
 3. gr., um aðbúnað og vinnuskilyrði,
 4. gr., um nýsmíði skipa,
 5. gr., um breytingar á skipi,
 6. gr., um ábyrgð skipstjóra, o.fl.,
 7. og 6. mgr. 12. gr., um framkvæmd skoðunar skipa,
 8. gr., um hafnarríkiseftirlit,
 9. gr., um haffæri skips,
 10. mgr. 18. gr., um skemmdir á skipi, eða
 11. gr., um upplýsingaskyldu.

Stjórnvaldsektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 100.000 kr. til 500.000 kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 500.000 kr. til 2.000.000 kr.

bryndis@bb.is

DEILA