Sláttur hafinn í Árneshreppi

Sigursteinn í Litlu-Ávík við slátt í dag.

Sláttur er hafinn í Árneshreppi. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík byrjaði að slá fyrir hádegið í dag fyrstur manna aldrei þessu vant, eftir því sem segir á Litlahjalla, fréttasíðu Jón Guðbjörns Jónssonar. Tún í Árneshreppi eru ágætlega sprottin og sérstaklega hefur komið kippur í vöxtinn síðustu daga. Í frétt Litlahjalla kemur fram að aðrir bændur í hreppnum eru í startholunum með sína traktora.

DEILA