Að sögn forsvarsmanna Ögurballsins fór það fram með miklum sóma, eilítið tusk milli ungra manna sem var stoppað í fæðingu, að sveitasið. Rabarbaragrautnum var að venju vel tekið og nóg var til handa öllum. Seldir voru um 300 miðar sem er svipað og undanfarin ár en reikna má með að um 400 manns hafi verið á svæðinu. Þau Halli og Þórunn héldu uppi stuðinu fram á rauða nótt og þó ekki hafi skinið sólin var veðrið gott.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem gestir hafa sent bb.is

This slideshow requires JavaScript.

bryndis@bb.is

DEILA