Það eru margir fastir liðir á Verslunarmannahelginni, einn þeirra er Sandkastalakeppnin í Holti og þar er venjulega líf í tuskunum. Fleiri hundruð börn, börn á öllum aldrei, hamast þar við að byggja listaverk úr sandi. Mikill metnaður liggur í verkunum og fjölskyldur sameinast í byggingarvinnunni.

Keppnin fer fram á laugardeginum 5. ágúst og hefst kl. 13:00, allt ókeypis og vegleg verðlaun fyrir flottustu sandkastalana.

This slideshow requires JavaScript.

bryndis@bb.is

DEILA