Framleiðsla í fiskeldi yfir 100 milljón tonn árið 2025

Á vef Fiskifrétta kemur fram að reiknað er með að árið 2021 verði framleiðsla í fiskeldi í heiminum orðin meiri en fiskveiði. Árlegur vöxtur í fiskeldi hefur verið 5,3% á ári undanfarin ár en reiknað er með hægist á vexti og að hann verði um 2,6% á ári næstu ár.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um horfurnar í landbúnaði og sjávarútvegi á heimsvísu næsta áratuginn. Þar er því spáð að fiskneysla á heimsvísu muni aukast og að uppúr 2020 muni fiskverð hækka.

bryndis@bb.is

 

DEILA