Ekki háð mati á umhverfisáhrifum

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar ályktaði á fundi sínum þann 12. júlí að fyrirhuguð stækkun á afrennslissvæði Mjólkárvirkjunar sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Um er að ræða stækkun á framkvæmdasvæði úr 19 ferkílómetra í 29 og fer inn á svæði sem er á náttúruminjaskrá.

Í ályktun nefndarinnar segir: Skipulags- og mannvirkjanefnd ályktar sem svo að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum, áhrif framkvæmda eru einna helst sjónræn eðlis, áætlað er að fjórir veituskurðir verði grafnir og tvær stíflur, lokuhús og yfirbygging spenna. Ef vel tekst til með vísan í umsögn Umhverfisstofnunar dags. 12.12.2016 þá er mikilvægt að fella þá að umhverfinu og ekki hafa þá þráðbeina, þá megi draga töluvert úr sjónrænum áhrifum framkvæmdar. Framkvæmdasvæði stækkar úr 19 km² í 29 km², skipulagssvæðið nær að mestu inn á hverfisverndarsvæði H1 og inn á svæði sem er á náttúruminjaskrá. Stærsti hluti skipulagssvæðisins er uppi á Glámuhálendinu og áhrif stækkunar hafa lítil áhrif á gróður þar sem framkvæmdasvæði er gróðursnautt, jafnframt eru áhrif á dýralíf takmörkuð m.t.t. stækkunar. Ekki er um að ræða neina fiskgengd í Mjólká, umferð ferðamanna og útivistarfólks um Glámuhálendið er lítil og mannvirki ekki mjög sýnileg frá leiðum ferðamanna. Nægilega er gerð grein fyrir framkvæmd, umhverfi, mótvægisaðgerðum og vöktum.

 bryndis@bb.is

DEILA