Tíu daga skilorð fyrir eignaspjöll

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir eignaspjöll á veitingastaðnum Edinborg á Ísafirði. Í ákæru var manninum gefið að sök að hafa brotið hurð og rúðu í útidyrum veitingastaðarins með því að skella henni á eftir sér og sömuleiðis að kasta grjóti í glugga hússins með þeim afleiðingum að tvær rúður brotnuðu. Maðurinn játaði brot sitt. Honum var gert að greiða Edinborgarhúsinu ehf. 432 þúsund kr. í skaðabætur auk þess að hann greiðir málsvarnarkostnað skipaðs verjanda, alls 358 þúsund kr.

DEILA