Hvalfjarðargöng lokuð í fjórar nætur

Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu fjórar nætur vegna reglubundinna viðhaldsframkvæmda og hreinsunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Speli. Göngunum verður lokað klukkan tíu í kvöld, en á miðnætti á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Í öllum tilfellum verða þau lokuð til klukkan sex að morgni.

DEILA