Matthías með sigurmarkið

Ísfirski knatt­spyrnumaður­inn Matth­ías Vil­hjálms­son skoraði sig­ur­mark norska liðsins Rosen­borg sem vann finnska liðið HJK Hels­inki í æf­inga­móti á Marbella í gær þar sem loka­töl­ur urðu 2:1. Matth­ías var í byrj­un­arliðinu hjá Rosen­borg og skoraði sig­ur­markið þegar komið var í upp­bót­ar­tíma.

FH, fyrr­ver­andi fé­lag Matth­ías­ar, leik­ur einnig á mót­inu en liðin mæt­ast á sunnu­dag­inn. Þar gæti danski sókn­ar­maður­inn Nicklas Bend­tner leikið sinn fyrsta leik eft­ir að hann gekk í raðir Rosen­borg eftir skrautlega feril á Englandi, Ítalíu og Þýskalandi.

DEILA