Hækkun á styrk til Act Alone

Frá hátíðinni 2016

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hækkaði styrk til einleikjahjátíðarinnar Act Alone um 200.000 á fundi sínum í síðustu viku og bæjarstjóra falið að endurnýja samning vegna hátíðarinnar. Hátíðin hefur fengið 500.000 styrk á ári undanfarin tvö ár en fær núna 700.000 kr.

Í febrúar var fjallað um hátíðina og fjármögnun hennar en Elfar Logi forsprakki hennar segir reksturinn í járnum og leggist af ef ekki úr rætist. Elfar er ósáttur við við bakland atvinnulistar á landsbyggðinni og hún njóti ekki skilnings né stuðnings af hálfu hins opinbera, til dæmis hafi Menningarmálaráðuneytið einungis styrkt hátíðina einu sinni.

Á facebook síðu hátíðarinnar kemur fram að hátíðin verði haldin 10. – 12. ágúst á Suðureyri.

bryndis@bb.is

DEILA