Sólardagur Ísfirðinga í dag

Sólin gægist yfir Engidalsfjöllin. Mynd tekin í Sólgötu fyrir á sólardegi fyrir nokkrum árum.

 

Í dag er hinn eig­in­legi sól­ar­dag­ur á Ísaf­irði, en í meira en 100 ár hafa Ísfirðing­ar fagnað komu sól­ar með því að drekka sól­arkaffi og pönnu­kök­ur. Sól­ar­dag­ur er miðaður við þann dag er sól sleik­ir Sól­götu við Eyr­ar­tún, ef veður leyf­ir, eft­ir langa vet­ur­setu hand­an fjalla.

Gamli Eyr­ar­bær­inn sem stóð á Eyr­ar­túni er löngu horf­inn en miðað var við dag­inn þegar sól­in skein þar á glugga í fyrsta sinn eft­ir meira en tveggja mánaða fjar­veru.

Enda þótt Eyr­ar­bær­inn sé horf­inn á vit þeirra sem í hon­um bjuggu, þá munu ýms­ir hafa enn í heiðri þann sið, að bjóða upp á sól­arkaffi og rjómapönnu­kök­ur þann dag þegar sól­in skín í fyrsta sinn á ný á stofu­glugg­ann heima hjá þeim. Það er auðvitað mjög mis­jafnt og fer bæði eft­ir því hvar í bæn­um fólk býr og eins eft­ir skýja­fari. Svo eru þeir einnig til sem miða við dagsetninguna í dag, hinn eiginlega sólardag, og skiptir þá veðurfar og staðsetning í bænum engu máli.

smari@bb.is

DEILA