Styrking krónu kallar á agaðri hagstjórn

Teitur Björn Einarsson

Í gær bárust fréttir af því að Kampi á Ísafirði hefði sagt upp sjö manns vegna erfiðs reksturs sem rekja má til sterkrar stöðu íslensku krónunnar gagnvart breska pundinu.

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir styrkingu krónunnar ískyggilega þróun: „Þetta er alvarlegt mál og ískyggileg þróun sem er að verða í efnahagsmálum með styrkingu krónunnar og ógn við samkeppnishæfni útflutningsgreina. Á sama tíma og Seðlabankinn hefur keypt gjaldeyri fyrir 340 milljónir króna á fyrstu 10 mánuðum ársins hefur gengið styrkst um 15,1%.“

Útgerðarmenn á Vestfjörðum hafa verið uggandi yfir styrku gengi krónunnar. Teitur gagnrýnir peningamálastefnu Seðlabankans og segir bankann halda vöxtum of háum: „En samt er vaxtastigið jafn hátt og raun ber vitni. Þessi hættumerki í rekstri útflutningsfyrirtækja víða um land kalla á agaðri hagstjórn til draga úr frekari ruðningsáhrifum og þenslu í hagkerfinu.“

brynja@bb.is

DEILA