KSÍ – 11 mótsleikir fóru ekki fram í fyrra þar af einn á Ísafirði

Mikil umræða hefur skapast um knattspyrnuleiki þar sem lið mæta ekki til leiks. Þetta á einnig við um aðrar boltaíþróttir þar sem um er að ræða Íslandsmót á vegum viðkomandi sérsambanda.

Bæjarins besta leitaði svara hjá Knattspyrnusambandinu hversu oft það hefði gerst á síðasta ári að leikir hefðu fallið niður. Í svarinu segir að “ 11 mótsleikir fóru ekki fram árið 2021 þar sem annað liðið mætti ekki til leiks. Beitt var sektum skv. reglugerð og leikur tapaðist 0-3. Einn þessara leikja var á Ísafirði.“

Í svarinu er vitnað í 35. gr. laga KSÍ þar sem segir:

Lið, sem ekki mætir til leiks og hefur engar gildar ástæður, telst hafa tapað leiknum 0-3. Viðkomandi lið getur ekki orðið sigurvegari í yfirstandandi móti eða riðli, getur ekki tekið þátt í úrslitakeppni, getur ekki flust í næstu deild eða riðil fyrir ofan næsta keppnistímabil og getur ekki varist falli, þurfi markamismunur að skera úr um röð neðstu liða. Viðkomandi leikur getur heldur ekki ráðið úrslitum er grípa þarf til markamismunar við ákvörðun sætis hjá sigurvegaranum og skulu mörk í leikjum gegn því félagi, sem mætti ekki til leiks, ekki teljast með í slíkum tilfellum. Mótanefnd skal haga niðurröðun í næsta móti þannig, að lið sem ekki hefur mætt til leiks án gildra ástæðna, fái ekki leik á heimavelli gegn viðkomandi liði.

Þá er í svarinu einnig bent á 37 gr. sem fjallar um sektir:

Lið, sem ekki mætir til leiks og hefur engar gildar ástæður, telst hafa tapað leiknum 0-3. Viðkomandi lið getur ekki orðið sigurvegari í yfirstandandi móti eða riðli, getur ekki tekið þátt í úrslitakeppni, getur ekki flust í næstu deild eða riðil fyrir ofan næsta keppnistímabil og getur ekki varist falli, þurfi markamismunur að skera úr um röð neðstu liða. Viðkomandi leikur getur heldur ekki ráðið úrslitum er grípa þarf til markamismunar við ákvörðun sætis hjá sigurvegaranum og skulu mörk í leikjum gegn því félagi, sem mætti ekki til leiks, ekki teljast með í slíkum tilfellum. Mótanefnd skal haga niðurröðun í næsta móti þannig, að lið sem ekki hefur mætt til leiks án gildra ástæðna, fái ekki leik á heimavelli gegn viðkomandi liði.

DEILA