Allt úr heimabyggð- Dokkan með jólamarkað

Laugardaginn 18. des. milli kl. 14 og 17 verður markaður í Dokkunni brugghús, Sindragötu 14, Ísafirði.
Þetta er í þriðja sinn sem markaðurinn er haldinn og hefur aðsókn verið mjög góð.

Mikil ánægja hefur verið hjá framleiðendum og gestum með þetta framtak.

Þar sem jólin eru á næsta leiti var ákveði að gefa fólki kost á að versla jólagjafir og í jólamatinn af framleiðendum á
svæðinu.

Dokkan brugghús mun bjóða upp á heitt kakó og annað góðgæti sem tilheyrir jólunum.

Allir þurfa að huga að sóttvörnum og auðvitað er grímuskylda.

Þeir sem verða á laugardaginn eru:

Kertahúsið
Ívaf
Litlabýli       
Brjánslækur   
Saltverk        
Nína  
Borgný 
Marsibil       
Sæbjörg
Samúel Einarsson       
Helga Hausner  
Ragnheiður Önnudóttir  
Auður Höskuldsdóttir   
Litla Sif      
Dagný her Vera design

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!