Námskeið í meðferð matvæla hefst 2. nóvember í Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Meðferð matvæla er 40 klukkustunda nám ætlað þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskóla og starfa við meðhöndlun matvæla svo sem starfsfólki í mötuneytum, veitingahúsum og verslunum.

Meðal námsþátta eru gæði og öryggi við meðferð matvæla, matvælavinnsla, þrif og sótthreinsun, merkingar á umbúðum matvæla, geymsluþol, ofnæmi og óþol, hollusta máltíða og fæðuflokkarnir.

Meðferð matvæla getur verið liður í að búa sig undir raunfærnimat í matartækni sem Fræðslumiðstöðin býður upp á haustið 2021 og/eða undirbúningur fyrir nám í matartækni sem Menntaskólinn á Ísafirði ætlar að bjóða upp á vorið 2022.

Þetta er 40 klst námskeið sem lýkur 7 desember.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!