Frá Sj­ang­hæ í Kína til Ísafjarðar

Í gær sigldi seglskút­an Zhai Mo inn í Ísa­fjarðar­höfn en hún lagði af stað frá Sj­ang­hæ fyr­ir tveim­ur mánuðum.

Frá þessu er sagt á facebook síðu Ísafjarðarhafnar.

Ekki er vitað um að nokkur önnur skúta hafi nokkurn tíma siglt þessa leið en siglingaleiðin liggur frá Sjanghæ norður um Beringsund og norðan við Rússland inn á Barentshaf við Novaya Zemlya norðan við Noreg og til Ísafjarðar.

Allavega má segja með nokkurri vissu að þetta er fyrsta Skútan sem siglir frá Sjanghæ í Kína til Ísafjarðar án þess að koma við í nokkurri annarri höfn á leiðinni en ferðalagið tók 2 mánuði.

Þeir áætla að snúa við sömu leið til baka á morgun. Það er smá viðhald á seglum og öðrum búnaði og svo verður haldið heim sem gæti tekið lengri tíma en það mætti alveg gera ráð fyrir að frjósa inni í ísnum á leiðinni en við vonum að ætlunarverkið takist hjá þeim.

Þeir voru nú ekki með miklar kröfur hér í höfninni en vildu gjarnan komast í heita sturtu sem okkar góði vinur Torfi Einarsson reddaði í kæjakmiðstöðinni og eina heita máltíð sem þeir skelltu í sig hjá Bjarka í Thaikoon. Gunnar Bjarni frá Skeljungi lét þá hafa olíu og krakkarnir á 5 ára deildinni í á Tanga kíktu við og þótti þetta býsna merkileg segir í þessari skemmtilegu frétt frá Ísafjarðarhöfn