HVEST: vill fá ferðamenn til Hesteyrar í sýnatöku

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir sem voru á Hesteyri á tímabilinu frá 24. júlí til og með 3. ágúst og finna fyrir flensulíkum einkennum eru beðnir um að að fara sem fyrst í sýnatöku.

Eru viðkomandi beðnir um að bóka tíma í síma 450-4500 en koma ekki inn á sjúkrahús og fylgja leiðbeiningum sem finna má á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.