Ævintýrasetrið opnar í dag á Ísafirði

Aurora Arktika opnar ævintýrasetrið “Aurora Arktika Adventure Center” í dag kl 12 að Hafnarstræti 8 en það er staðurinn þar sem útivistarnördar og áhugafólk hittist til þess að skiptast á skoðunum um mikilvægu málefnin, eins og útivist og hreyfingu. 

Þar er jafnframt útivistarvöruverslun en þar er hægt að fá ullarfatnað, peysur, úlpur, skó, sokka, húfur, vesti og allt þar á milli. Ekki má gleyma hinum frægu Aurora Arktika Ívaf húfum. 

Við bjóðum bæjarbúa og alla ferðalanga á Vestfjörðum velkomna í verslun okkar um helgina sem og aðra daga. Það verður opið hjá okkur milli kl 12 – 18 föstudag og laugardag og 12-14 á sunnudag þessa helgi og nánast alltaf hina dagana.

Þá má alltaf hringja (8301642) ef það vantar eitthvað.

Aurora Arktika býður uppá ferðir á skútum þar sem er siglt, skíðað, hlaupið og gengið eins og við á hverju sinni.

Nú er komin viðbót við það, Ævintýrasetrið! Hjónin Inga Fanney og Ólafur Kolbeinn tóku við rekstri Aurora Arktika fyrir tæpu ári síðan og hafa verið ófeimin við að brydda uppá nýjungum síðan þau tóku við. Til að mynda bjóða þau nú uppá 4 daga fjallaskíðaferðir á skútu fyrir Íslendinga.