Ísafjarðarbær: Til fyrirmyndar og Takk-veggir

Ísafjarðarbær minnir á hvatningarátakið Til fyrirmyndar og Takk-veggina í sveitarfélaginu.

Þann 1. ágúst nk. eru 40 ár liðin síðan frú Vigdís Finnbogadóttir var sett í embætti forseta Íslands og hvetjum við því alla, íbúa og ferðamenn, að taka af sér mynd við einn af Takk-veggjunum okkar.


Átakið er tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni, enda vorum við fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum. Hugmyndin á bak við verkefnið er að fá fólk til að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem það telur vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

Á vegum hvatningarátaksins er jafnframt stór gjafaleikur, þar sem þeir sem taka mynd af sér við Takk-vegg, deila henni á Instagram eða Facebook, og merkja við #tilfyrirmyndar geta unnið glæsilegan gjafapakka að andvirði 100.000 kr frá fyrirmyndar fyrirtækjum.

Hér er slóðin á leikinn:

View this post on Instagram

✨ GJAFALEIKUR ✨ Viltu vinna gjafakörfu að verðmæti 100.000 kr. frá flottum fyrirtækjum? Í tilefni þess að „Takk veggirnir" hringinn í kringum landið hafa fengið frábærar undirtektir ætlum við að skella í skemmtilegan gjafaleik þar sem vinningshafi fær glæsilega gjafakörfu frá flottum fyrirtækjum að verðmæti 100.000 kr. 💛 Taktu þátt með því að: ✨ Finna einn af 23 „Takk veggjunum" sem hafa verið málaðir víða um land – skoðaðu hvar veggirnir eru staðsettir inn á heimasíðunni okkar. Linkur í bio. ✨ Taka skemmtilega mynd fyrir framan „Takk vegg” – Myndin má vera af þér, fjölskyldu, vinum eða hverjum sem er! ✨ Birta myndina á Instagram eða Facebook vegginn þinn eða í „story” og merktu myndina #tilfyrirmyndar (Mundu að hafa myndina þína stillta á „public” svo hún sé öllum sýnileg) ✨ Gjafakarfan inniheldur: – Gjafabréf frá @kringlaniceland að andvirði 35.000 kr. – Gjafabréf frá @kronan.is að andvirði 25.000 kr. – Aðgangur fyrir tvo í @krauma_baths og aðalréttur á veitingastaðnum – 100 dósir af svalandi sumardrykkjum frá Ölgerðin @collabiceland @egilskristall @hideinasanna (Sumarkristall, Collab og sykurlaust Appelsín) – Gjafapakka með úrvali af hollum harðfiski frá @crunchyfish.is – Veglega gjafaöskju með dásamlegum vörum frá @olifafood ✨ Það myndi svo að sjálfsögðu ekki skemma fyrir að skora á vini að taka mynd við veggina. Merktu við vin og þið getið unnið sitthvora drip kökuna að eigin vali frá @saetarsyndir *Vinningshafi verður dreginn út þriðjudaginn 4. ágúst. Hlökkum til að sjá fallegu myndirnar ykkar og TAKK fyrir að vera til fyrirmyndar 💛 #tilfyrirmyndar @tilfyrirmyndar

A post shared by Hver fær hrós frá þér? (@tilfyrirmyndar) on

Athugasemdir

athugasemdir