Bolungarvík: Steypa á þekju á Brimbrjótinn

Brjóturinn í Bolungavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Á síðasta ári fékk fremri hluti Brimbrjótsins nýjan viðlegukant og í sumar er komið að því að steypa þekju á þennan hluta Brjótsins og þess vegna óskar Vegagerðin eftir tilboðum í þann hluta verksins.

Helstu magntölur:

Grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna undir steypta þekju.
Slá upp mótum, járnabinda og steypa þekju, alls um 1.976 m2.
Leggja ídráttarrör fyrir rafmagn, alls um 618 m.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. október 2020.

Útboðsgögn eru afhent rafrænt í TendSign útboðskerfinu. Afhending gagnanna er án endurgjalds, frá og með mánudeginum 29. júní 2020.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 29. júní 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 14. júlí 2020.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur, en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

DEILA