Reykhólahreppur: Ingibjörg Birna ráðin sveitarstjóri á ný

Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í gær var ákveðið að ráða Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur í starf sveitarstjóra.

Ingibjörg er flestum hnútum kunnug hjá Reykhólahreppi, því hún var sveitarstjóri frá árinu 2010 – 2018.
Síðan þá hefur hún gegnt starfi framleiðslustjóra við saltverksmiðju Norðursalts á Reykhólum.

Ingibjörg tekur við starfinu af Tryggva Harðarsyni sem sagt var upp störfum fyrir hálfum mánuði síðan.