Isafjarðarbær: Líkamsrækt og sundlaugar vonandi opnaðar aftur í júní

Á vef Ísafjarðarbæjar kemur fram að frá 4. maí verður samkomubann á norðanverðum Vestfjörðum rýmkað að hluta.

Ákvörðun hefur þó verið tekin um að íþróttastarf barna og unglinga hefjist ekki fyrr en 11. maí og þá án takmarkana.
Íþróttafélög munu senda út tilkynningar til iðkenda um fyrirkomulag æfinga.

Íþróttamannvirki Ísafjarðarbæjar verða opin fyrir skipulagðar æfingar og keppnir fullorðinna en ekki fyrir aðra, frá og með 4. maí.

Þá munu eftirfarandi takmarkanir gilda:
Án áhorfenda og snertingar, gæta að tveggja metra fjarlægðamörkum
Takmörkun á sameiginlegum búnaði, notkun búningsklefa, sturtuklefa o.þ.h. innan dyra er óheimil
Innandyra max fjórir í a.m.k. 800 m² rými
Utandyra max sjö í hóp á 2.000 m² svæði
Sundæfingar max sjö í einu, mega nota búningsklefa

Ef misbrestur verður á því að þessum fyrirmælum sé fylgt verður lokað aftur.

Gert er ráð fyrir almennri opnun íþróttamannvirkja frá og með 11. maí, að sundlaugum undanskildum.

Hvað varðar líkamsrækt og sundlaugar verður vonandi hægt að opna aftur í júní ef allt gengur vel og ekki kemur bakslag í baráttunni við faraldurinn.