Nú er úti veður vont

Frá Steingrímsfjarðarheiði.

Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir vegna veðurs og snjóflóðahættu á Vestfjörðum.

Í nótt hefur verið hríðarveður með miklum ANA skafrenningi á Vestfjörðum. Ákveðið hefur verið að rýma tvö hús við Urðargötu á Patreksfirði. Nú hefur dregið úr úrkomu og vindi en síðdegis í dag eykst úrkoma aftur og bætir í vindinn og spáð er NA-hríð fram á miðvikudag. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist grannt með þessum aðstæðum í samráði við almannavarnir.

Þá er í gildi gul veðurviðvörun á Vestfjörðum til klukkan 18 en þá verður viðvörunin appelsínu gul og gildir það þangað til annað kvöld.

Veðurspáin er norðaustan stormur eða rok, 20-25 m/s, með talsverðri snjókomu. Búast má við miklum skafrenningi með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður.

Þannig má segja að til viðbótar við samkomubann sé ferðabann á Vestfjörðum í dag og á morgun.

DEILA