Ófærð og rafmagnsleysi

Gul og appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði í dag og gerir Veðurstofan ráð fyrir hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-25 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á fjallvegum.

Þá eru allir fjallvegir ófærir og beðið er með mokstur og það er þæfings færð og slæmt ferðaveður annars staðar.

Rafmagn fór af á Vestfjörðum um klukkan hálf tólf og hefur gengið erfiðlega að koma því á aftur og þannig er enn rafmagnslaust í Önundarfirði kl. 13,10 en annars staðar á Vestfjörðum er rafmagn víða komið á.