Ísafjarðarbær: Skólahald í lágmarki – Vegir lokaðir

Í tilkynningu frá Grunnskólanum á Ísafirði kemur fram að lágmarksstarfsemi verður í dag vegna lokana á vegum.
Foreldrar eru hvattir til þess að halda börnunum heima sé þess nokkur kostur á meðan aðstæður eru ótryggar og ana ekki af stað. Fylgist vel með á vef vegagerðarinnar og lögreglu. Skutulsfjarðarbraut er lokuð og athugun kl. 8:00. Einnig er Eyrarhlíð lokuð og athugun kl. 10:00.

Kennsla hefur verið felld niður í Menntaskólaum á Ísafirði og skólahaldi á Flateyri og Suðureyri hefur verið aflýst í dag. Skólastarf á Þingeyri hefur ekki raskast í dag.

Á vef Vegagerðarinnar kl. 11.20 kemur fram að enn sé lokað um Skutulsfjarðarbraut og Eyrarhlíð vegna snjóflóðahættu og að vegirnir um Súðavíkurhlíð og Flateyrarvegur séu lokaðir af sömu ástæðu.

DEILA