Björgunarfélag Ísafjarðar með 31 útkall á árinu

Þessa dagana stendur yfir Flugeldasala hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar og Björgunarsveitinni Tindum í Félagsheimilinu í Hnífsdal og er opið frá 13:00-22:00 þann 29 og 3o desember og frá 10:00-16:00 á gamlársdag.

Hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar hefur verið mikið að gera á þessu ári.
Haldið var upp á 20 ára afmæli félagsins með veglegri veislu.
Björgunarfélagið stóð vaktina við Fossavatnsgönguna eins og mörg undanfarin ár.

Þá fékk sveitin nýtt björgunarskip Gísla Jónsson sem kom 27 maí og hefur skipið þegar farið í 17 útköll sem af er árinu og var bæði um að ræða sjúkraflutninga og að vélarvana skip voru dregin til hafnar.

Alls hefur Björgunarfélag Ísafjarðar sinnt 31 útkalli það sem af er þessu ári.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!