Stafræn umbreyting á Vestfjörðum

Á föstudaginn kl. 12-16 verður vinnustofa í kjölfar Vísindaports þar sem fyrirtæki og stofnanir ræða möguleika og ógnanir þeirrar stafrænu umbreytingar sem stendur yfir og áhrif hennar á líf og störf á Vestfjörðum. Um er að ræða hluta af rannsókn sem Nordregio (Rannsóknarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar) stendur að á öllum Norðurlöndunum. Vinnustofan fer fram á ensku og er tilvalið tækifæri til að ræða hvað fyrirtæki og stofnanir eru að gera hér á Vestfjörðum til að grípa tækifæri fjórðu iðnbyltingarinnar.

Dagskráin er í tveimur hlutum annars vegar er kynning á verkefninu í Visindaporti en eftir það verður hin formlega vinnustofa sem þér er boðið að taka þátt í. Vinnustofan verður í húsnæði Vestfjarðastofu strax að loknu Vísindaporti. Hádegisverður verður í boði og síðdegishressing.