Afmælisvika Snerpu

Þann 25. nóvember varð Snerpa ehf 25 ára. Að því tilefni mun verða afmælisþema vikuna 25.- 29.nóvember. Afslættir verða á völdum vörum og fleira skemmtilegt til að minna á áfangann.

Á föstudeginum, 29.nóvember, verður síðan boðið upp á léttar veitingar milli 16:00 – 18:00 í versluninni okkar og eru allir velkomnir og hvattir til að kíkja í heimsókn og njóta með okkur.

Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum og vera með í fögnuði okkar í anda eða persónu þar sem án tryggra viðskiptavina væri Snerpa ekki að fagna þessum merka áfanga