Sóknaráætlun brátt tilbúin

Þingfulltrúar á 62. Fjórðungsþingi sem var haldið í Bolungarvík.

Sóknaráætlun er samningur milli ríkisins og landshlutanna og eru unnar í öllum landshlutum. Landshlutasamtök hvers landshluta eru samningsaðilar við ríkið og fá fjármuni til stefnumótunarinnar. Í ár hefur verið unnið við sóknaráætlun sem ætlað er að ná til áranna 2020-2024, eða næstu 5 ára. Vinnan hófst formlega með fjölmennum fundi í Bolungarvík sem haldinn var 29. maí síðast liðinn í Bolungarvík. Markmið þess fundar var að vinna að framtíðarsýn fyrir Vestfirði til lengri tíma og og draga fram helstu áherslur og aðgerðir til næstu 5 ára. Síðan þá hefur verið unnið í smærri hópum að einstökum þáttum áætlunarinnar. Í næstu viku munu liggja fyrir drög að sóknaráætlun sem þá fara til umsagnar. Áætlað er að innleiðing Sóknaráætlunarinnar verði rædd á haustþingi Fjórðungssambandsins sem haldið verður 25-26. október en stjórn Fjórðungssambandsins verður áður búin að samþykkja endanlega áætlun eftir að umsagnarferli lýkur.

DEILA