“Pólitíkin hefur búið sér til sálarlaust andlit ákvarðana”

Hér er hægt að sjá viðtalið við Pétur Markan sveitarstjóra í Súðavík.

„Alþingismenn geyma þessa undarlegu fjarlægð við fólkið í landinu og þessi staða er algjörlega þverpólitískt. Þeir eru miklu frekar bundnir einhverjum einkennilegum samningum innan veggja Alþingis og nota rök eins og fjárlög ríkisins eða að viðkomandi mál hafi ekki náðst í gegn,“ sagði Pétur G. Markan sveitarstjóri í Súðavík í þættinum Landsbyggðum á N4. Umræðuefnið var samskipti ríkis og sveitarfélaga.
„Þetta eru rök sem sveitarfélögin geta ekki notað við sína íbúa. Pólitíkin hefur búið sér til sálarlaust andlit ákvarðana. Hver getur hins vegar verið með sálarlausar ákvarðanir, þegar viðkomandi er að vinna fyrir fólkið og skapa framtíð fyrir það,“ spurði Pétur jafnframt í viðtalinu.

Pétur hefur sterkar skoðanir á byggðamálum og er talsmaður þess að verkefni verði færð frá ríki til sveitarfélaga. „Það væri líka afskaplega gott að ríkið fari að efna gerða samninga og standi við það sem því er ætlað að gera,“ segir Pétur en þáttinn Landsbyggðir og viðtalið við hann á N4 má sjá hér.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA