Óska eftir sjálfboðaliðum til að skrapa kirkjugarðsvegginn

Eins og sjá má þarfnast veggurinn lagfæringa.

Sóknarnefnd Ísafjarðarkirkju og kirkjugarðsvinir á sama bæ óska eftir sjálfboðaliðum klukkan 17 í dag, 13. ágúst, til að skrapa kirkjugarðsvegginn að innan. Áætlað er að vinna á milli klukkan 17 og 20, við að skrapa vegginn og undirbúa fyrir múrviðgerðir og málun. Ekki væri verra ef fólk á einhver verkfæri til að taka með sér en þau er líka að finna á staðnum. Sóknarnefndin vonast eftir að sjá sem flesta því margar hendur vinna létt verk.

Sæbjörg
bb@bb.is