Sautján umsóknir um dómarastarfið

Sautján umsóknir bárust um embætti dómstjóra við Héraðdsóm Vestfjarða. Sigríður Elsa Kjartansdóttir lét af störfum við dóminn í byrjun mánaðarins og hóf störf við Héraðsdóm Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verður nýr dómstjóri skipaður svo skjótt sem auðið er en þangað til skipta fjórir dómarar með sér verkum við Héraðsdóm Vestfjarða.

Umsækjendur um embættið eru:

  1. Arnaldur Hjartarson – aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn
  2. Bergþóra Ingólfsdóttir – hæstaréttarlögmaður
  3. Brynjólfur Hjartarson – lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
  4. Guðfinnur Stefánsson – aðstoðarmaður héraðsdómara
  5. Guðmundur Örn Guðmundsson – héraðsdómslögmaður
  6. Hákon Þorsteinsson – aðstoðarmaður héraðsdómara
  7. Hrannar Hafberg – ráðgjafi Fiskistofu
  8. Indriði Þorkelsson – hæstaréttarlögmaður
  9. Ólafur Freyr Frímannsson – héraðsdómslögmaður
  10. Ólafur Karl Eyjólfsson – héraðsdómslögmaður
  11. Sigurður Jónsson – hæstaréttarlögmaður
  12. Sólveig Ingadóttir – aðstoðarmaður héraðsdómara
  13. Unnsteinn Örn Elvarsson – héraðsdómslögmaður
  14. Valborg Steingrímsdóttir – aðstoðarmaður héraðsdómara
  15. Þór Hauksson Reykdal – forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun
  16. Þórhildur Líndal – aðstoðarmaður héraðsdómara
  17. Þórir Örn Árnason – héraðsdómslögmaður

 

Smari@bb.is

DEILA