Ráðherra heimsótti Arnarlax

Talið frá vinstri: Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, Jón Gunnarsson samgönguráðherra og Matthías Garðarsson, stofnandi Arnarlax.

Jón Gunnarsson ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála heimsótti fiskeldisfyrirtækið Arnarlax á Bíldudal nú fyrr í vikunni. Hann skoðaði vinnslu fyrirtækisins, skrifstofur og stjórnstöð, jafnframt því að sigla út að kvíunum við Steinanes í Arnarfirði. Jón er gjörkunnugur fiskeldismálunum. Hann var formaður atvinnuveganefndar Alþingis þegar gerðar voru miklar breytingar á lögum um fiskeldi, en þær lagabreytingar tóku gildi í ársbyrjun árið 2015.

DEILA