Laugardagur 3. maí 2025
Heim Blogg Síða 2117

Herðir á norðaustanáttinni í kvöld

Úrkomulítið í dag en snjókoma í kortunum.

Í dag verður róleg norðaustanátt með éljum norðan- og austantil á landinu. Snjókoma eða él víða um land í kvöld og nótt, jafnframt herðir á norðaustanáttinni.

Á morgun verður svo norðaustanátt, 10-18 metrar á sekúndu, og éljagangur, en úrkomulítið suðvestanlands eftir hádegi. Frost yfirleitt 0 til 8 stig. Á föstudag er svo útlit fyrir hægan vind, léttskýjað og kalt veður en norðvestanstrekking og él austast á landinu.

Hálka er á vegum á Vestfjörðum og snjóþekja á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði og veginum norður í Árneshrepp.

smari@bb.is

Auglýsing

Skrifa upp dagbók Sighvats Borgfirðings

Bjarnarfjörður á Ströndum

Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa stendur fyrir verkefni þar sem dálítill hópur Strandamanna ætlar að skrifa upp dagbóki Sighvatar Grímssonar Borgfirðings frá þeim tíma er hann bjó á Klúku í Bjarnarfirði.

Verkefnið er unnið í samvinnu við handritasafn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og er ætlunin að taka fyrir fleiri heimildir að þessu verkefni loknu, sem nú er verið að ljósmynda á safninu.

Á vefsíðu verkefnisins sem finna má á þessari slóð segir að öll sem áhuga hafi megi gjarnan slást í hópinn og taka þátt í uppskriftinni. Dagbókin er í heild sinni aðgengileg á handrit.is og á vefsíðu verkefnisins er ritvinnsluskjal sem tengilinn getur unnið í. Aðrir áhugasamir geta svo skoðað hvernig uppskriftinni miðar.

Sighvatur Borgfirðingur var merkasti alþýðufræðimaður landsins á sínum tíma. Hann fæddist á Akranesi árið 1840 og ólst upp í sárri fátækt og átti engan kost til menntunar þótt hugurinn stæði snemma til bókar. Hann bjó í Flatey, í Gufudalssveit og á Klúku áður en hann fluttist að Höfða í Dýrafirði 32 ára og bjó þar til dauðadags 1930. Sighvatur var gríðarlega afkastamikill fræðimaður og merkasta verk hans er Prestaæfir á Íslandi.

Síða verkefnisins

smari@bb.is

Auglýsing

Fjölskyldusvið verði Velferðarsvið

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur lagt til við bæjarstjórn að nafni fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar verði breytt í velferðarsvið. Tillaga nefndarinnar byggir á greinargerð Margrétar Geirsdóttur, sviðstjóra fjölskyldusviðs. Félagsmálanefnd leggur jafnframt til að nafni nefndarinnar verði breytt úr félagsmálanefnd í velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar.

smari@bb.is

Auglýsing

Líklegt að tengipunkturinn fá samþykki

Tengipunkturinn verður líklega á Nauteyri í Langadalsströnd.

Líklegt er að tengipunktur í Ísafjarðardjúpi fái samþykki Orkustofnunar. Þetta kemur fram í viðtali við Guðmund Inga Ásmundsson, forstjóra Landsnets, á vef RÚV. Tengipunkturinn verður að öllum líkindum í Ísafirði og tengipunkturinn er sagður vera forsenda fyrir Hvalárvirkjun. Aðra virkjanir sem eru fyrirhugaðar á Vestfjörðum, eins og Austurgilsvirkjun í Skjaldfannadal og Skúfnavatnavirkjun á Langadalsströnd, munu einnig njóta góðs af tengipunktinum.

„Við erum í viðræðum við þessa aðila sem eru að fara í þessar virkjanir allar og síðan erum við bara að fara í valkostagreiningu leggja kostnaðarmyndina upp og svo fer það bara sína leið í kerfinu og fær líklega að lokum samþykki Orkustofnunar,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, í viðtalinu.

Áður hefur komið fram að tengipunkturinn verði tengdur inn á landsnetið með línu yfir í Kollafjörð við Breiðafjörð.

smari@bb.is

Auglýsing

Safna fyrir ferðahjóli

Útivist og holl hreyfing eldri borgara er megin hugsunin á bakvið söfnun sem fer nú af stað í Bolungarvík í desember og kallast „Hjólað óháð aldri“. Ætlunin með söfnuninni er að kaupa farþegahjól til að færa hjúkrunarheimilinu Bergi og íbúum Árborgar.

Álíka hjól var keypt var fyrir Hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði árið 2016 og hefur það gefið góða raun.

Hjólið er af gerðinni TRIO BIKE og er rafdrifið að hluta svo auðvelt verður að hjóla um allan bæ. Kostnaður við kaupin á hjólinu með öllum aukabúnaði er um ein milljón króna.

Verkefnið „Hjólað óháð aldri“ hefur reynst vel víða um land og hefur verkefnið rofið einangrun íbúa hjúkrunarheimila og gefið þeim aukna möguleika á útiveru. Draumurinn er að geta vígt hjólið á sjómannadaginn 2018. Markmiðið er að virkja vini, ættinga og brottflutta til að skrá sig sem sjálfboðaliða í hjólaferðir.

Reikningsupplýsingar Heilsubæjarins Bolungarvíkur eru eftirfarandi:

Kennitala 520109-1610

Reikningsnúmer 0174-26-000802

smari@bb.is

Auglýsing

Reykhólahreppur sammála Vegagerðinni

Hluti Teigsskógar í Þorskafirði.

Reykhólahreppur hefur kynnt vinnslutillögu um breytingu á aðalskipulagi vegna breyttar legu á Vestfjarðavegi nr. 60. Vegagerðin óskaði eftir skipulagsbreytingunni vegna fyrirhugaðar vegagerðar í Gufudalssveit, vegagerðar sem oftast er kennd við Teigsskóg í Þorskafirði.

Markmið breytingarinnar er að auka umferðaröryggi á svæðinu með öruggari og burðarmeiri vegi sem og fækkun einbreiðra brúa. Breytingin er í samræmi við markmið gildandi aðalskipulags um vegi, en þar segir:

„Leitað verði hagkvæmustu lausna í vegagerð og stuðlað að umferðar- og rekstraröryggi og samtengingu byggðar“.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps er með tvær leiðir til skoðunar, annars vegar veglínu Þ-H sem liggur um Teigsskóg og hins vegar veglínu D2 sem liggur í jarðgöngum undir Hjallaháls. Á þessu stigi liggur ekki alveg ljóst fyrir hvor leiðin verði fyrir valinu og eru því báðar tillögur sýndar á uppdrætti á meðan ákvörðun liggur ekki fyrir. Þegar tillagan verður auglýst þá verður einungis ein leið sýnd.

Í greinargerð með vinnslutillögunni segir að Reykhólahreppur er sammála niðurstöðu Vegagerðarinnar í matsskýrslu og telur leið Þ-H besta kostinn. Hún er þó ekki sú leið sem hefur minnst neikvæð áhrif á umhverfið. Niðurstaða mats á umhverfisáhrifum er að leið D2 hefur minni neikvæð áhrif á umhverfið en er mun dýrari í framkvæmd.

► Hér má lesa vinnslutillöguna (PDF niðurhal)

Tillögurnar tvær. Blá veglínan liggur um Teigsskóg og rauða brotalínan í jarðgöngum undir Hjallaháls.

smari@bb.is

Auglýsing

Hiti undir meðallagi síðustu áratuga

Nóvember var kaldur og sker sig nokkuð úr öðrum mánuðum ársins, sem flestir hafa verið hlýir. Norðanhvassviðri gekk yfir landið dagana 21. til 24. nóvember sem olli þó nokkru fannfergi norðan og austanlands og færð spilltist víða. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar um veðrið í nóvember.

Meðalhiti í Bolungarvík mældist 0,2 stig, -0,6 stigum neðan meðallags áranna 1961 til 1990 og -1,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhiti í Reykjavík mældist 0,2 stig, -0,9 stigum neðan meðallags áranna 1961 til 1990 og -2,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -1,2 stig, -0,8 stigum neðan meðallags áranna 1961 til 1990 og -2,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 0,0 stig og 0,8 stig á Höfn.

smari@bb.is

Auglýsing

Afar góð skilyrði fyrir hafísmyndun

Mynd úr safni.

Talsverðar sviptingar hafa verið í hafísútbreiðslu undanfarna daga. Nokkuð samfelld suðvestan átt hefur borið ísinn austur á bóginn og í átt að landinu. Í tilkynningu frá Eldfjallafræði-og náttúrvárhóps Háskóla Íslands segir að skilyrði fyrir hafísmyndun hafi eru afar góð. Góð skilyrði helgast af köldum og seltulitlum sjó og lagskipting sjávar væntanlega nokkuð skörp. Unnt hefur verið að fylgjast vel með hafísmyndun út frá gervitunglamyndum; oft á tíðum afar stóra flekki, en svo hefur hvesst aftur og þá er ísinn fljótur að brotna upp í ölduróti og eyðast. Frá og með deginum í dag spáir Veðurstofa Íslands og Belgingur.is að vindur snúist til norðaustur, og þá ætti ísinn að verða fljótur að láta sig hverfa af þessum slóðum, að minnsta kosti í bili.

Útmörk íssins tímabilið frá 26. nóvember til 3. desember.

smari@bb.is

Auglýsing

Tvenna hjá Vestra

Yngstu iðkendur Vestra í krílakörfu og krakkakörfu leiddu leikmenn Vestra inn á völlinn fyrir leikinn við Breiðablik.

Vestri lék tvo leiki um helgina í 1. deild Íslandsmótsins í körfubolta. Á föstudag lék liðið við Breiðablik í íþróttahúsinu á Torfnesi. Vestramenn byrjuðu hræðilega illa og lentu 0-10 undir eftir aðeins eina og hálfa mínútu. Þótt Vestramenn hafi vaknað til lífsins skömmu seinna var þessi 10 stiga munur viðvarandi út megnið af hálfleiknum en varð mestur 16 stig Blikum í vil á þrettándu mínútur í stöðunni 17-33. En þá var botninum náð hjá Vestramönnum og þeir fundu magnaða viðspyrnu í gamla góða gólfinu. Það sem eftir lifði af öðrum leikhluta skoraði Vestri  28 stig gegn 6. Blikar sem höfðu hitt vel urðu staðir gegn vel heppnaðri svæðisvörn og einnig óheppnir í skotum sínum.

Eftir þetta var ekki aftur snúið. Það mátti meira að segja greina uppgjöf í Blikum þegar þeir komu út úr klefanum í hálfleik. Lið sem fagnaði af ákafa öllum körfum í fyrsta fjórðungi virtist nú uppteknara af því að hengja haus og horfa ofan í parketið sem senn heyrir sögunni til, en um helgina hófust langþráðar framkvæmdir í íþróttahúsinu þar sem skipta á um gólfefni. Vestri náði mest 26 stiga forystu en endaði leikinn sem fyrr segir með 16 stiga sigri 96-80. Lið Vestra er ósigrað á heimavelli.

Útileikirnir hafa reynst Vestra erfiðari og liðið ekki náð að landa útisigri – þangað til í gær. Gnúpverjar tóku á móti Vestra í Fagralundinum í Kópavogi í gær. Vestri hóf leikinn betur og komust fjótt í 10 stiga forystu áður en Maté Dalmay, þjálfari Gnúpverja, tók leikhlé og skammaði sína menn fyrir að hafa ekki mætt til leiks á réttum tíma. Gnúpverjar tóku sig á og fóru að skora en þá voru Vestramenn þegar komnir á bragðið og héldu áfram að skora. Leikhlutanum lauk 17-31, Ísfirðingunum í vil.

Gnúpverjar náðu að laga stöðuna í öðrum leikhlutanum með því að hitta úr nokkrum þristum og takmarka sóknarfráköst gestanna. Heimamenn voru líka duglegir að keyra í bakið á Vestramönnum eftir skoraða körfu og skora meðan gestirnir voru enn uppteknir við að fagna því að hafa skorað. Það dugði ekki til að þeir næðu forystunni og Vestri lokaði fyrri hálfleiknum 44-51.

Hálfleikshléið virtist ekki gott fyrir heimamenn þar sem að Vestri hóf seinni hálfleiknum á því að taka 13-3 áhlaup á fyrstu fimm mínútunum. Gnúpverjar tóku sig aðeins á seinni fimm og skoruðu 7 stig gegn 6 stigum hjá Vestra en skaðinn var þá skeður. Gnúpverjar áttu ágætan lokafjórðung en það reyndist ekki nóg til að vinna upp muninn alveg. Leiknum lauk 85-96, Vestra í vil.

Auglýsing

Brunagaddur þegar líður á vikuna

Spáir brunagaddi á þegar líður á vikuna.

Eft­ir dag­inn í dag kóln­ar nokkuð á land­inu og verður frem­ur kalt á miðviku­dag og fimmtu­dag enda vindátt norðlæg og send­ir kalt loft úr norðri. Ekki er að vænta mik­ill­ar úr­komu að þessu sinni og um næstu helgi hef­ur dregið mikið úr kuld­an­um þótt ekki sjá­ist hlý­indi í bili, seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

Veðurstofan spáir norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum í dag og dálítilli él og vægu frosti og kólnar þegar líður á daginn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Norðaustan 10-15 m/s og víða snjókoma á köflum en léttir til sunnanlands með deginum. Talsvert frost á öllu landinu.

Á fimmtudag:

Norðvestanátt, strekkingur austast, en annars hægari. Él norðan- og austanlands en léttskýjað á Suðurlandi. Kalt í veðri.

Á föstudag:

Fremur hæg vestlæg átt og víða léttskýjað en norðvestan strekkingur austast og stöku él. Talsvert frost.

Á laugardag:

Austlæg átt með snjókomu eða slyddu SV-til um kvöldið, en annars yfirleitt þurrt. Hlýnandi veður.

Á sunnudag:

Útlit fyrir stífri austanátt með ringningu á láglendi sunnanlands og hita 0 til 5 stig en skýjað og úrkomulítið norðantil og vægt frost.

smari@bb.is

Auglýsing

Nýjustu fréttir