Afar góð skilyrði fyrir hafísmyndun

Mynd úr safni.

Talsverðar sviptingar hafa verið í hafísútbreiðslu undanfarna daga. Nokkuð samfelld suðvestan átt hefur borið ísinn austur á bóginn og í átt að landinu. Í tilkynningu frá Eldfjallafræði-og náttúrvárhóps Háskóla Íslands segir að skilyrði fyrir hafísmyndun hafi eru afar góð. Góð skilyrði helgast af köldum og seltulitlum sjó og lagskipting sjávar væntanlega nokkuð skörp. Unnt hefur verið að fylgjast vel með hafísmyndun út frá gervitunglamyndum; oft á tíðum afar stóra flekki, en svo hefur hvesst aftur og þá er ísinn fljótur að brotna upp í ölduróti og eyðast. Frá og með deginum í dag spáir Veðurstofa Íslands og Belgingur.is að vindur snúist til norðaustur, og þá ætti ísinn að verða fljótur að láta sig hverfa af þessum slóðum, að minnsta kosti í bili.

Útmörk íssins tímabilið frá 26. nóvember til 3. desember.

smari@bb.is

DEILA