Herðir á norðaustanáttinni í kvöld

Úrkomulítið í dag en snjókoma í kortunum.

Í dag verður róleg norðaustanátt með éljum norðan- og austantil á landinu. Snjókoma eða él víða um land í kvöld og nótt, jafnframt herðir á norðaustanáttinni.

Á morgun verður svo norðaustanátt, 10-18 metrar á sekúndu, og éljagangur, en úrkomulítið suðvestanlands eftir hádegi. Frost yfirleitt 0 til 8 stig. Á föstudag er svo útlit fyrir hægan vind, léttskýjað og kalt veður en norðvestanstrekking og él austast á landinu.

Hálka er á vegum á Vestfjörðum og snjóþekja á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði og veginum norður í Árneshrepp.

smari@bb.is

DEILA