Föstudagur 16. maí 2025
Heim Blogg Síða 2110

Tíu ára gamalt framleiðslumet fallið

Arnarlax vinnur nú að því í samstarfi við annað fyrirtæki og stofnanir að skapa verðmæti úr blóði eldisfiska. Myndin tengist fréttinni ekki.

Tíu ára gamalt framleiðslumet íslenskra fiskeldisfyrirtækja féll í fyrra, en 15.201 tonn voru framleidd í fiskeldi á Íslandi árið 2016. Það er aðeins um 100 tonnum undir spám Landssambands fiskeldisstöðva fyrir árið. Frá er greint í Fiskifréttum og vitnað í skýrslu Íslandsbanka; Íslenskur sjávarútvegur 2017.

Mest var framleitt af laxi eða um 8.420 tonn sem er aukning um 5.160 tonn á milli ára. Af bleikju voru framleidd 4.084 tonn sem er 147 tonnum meira en árið á undan. 2.138 tonn voru framleidd af regnbogasilungi og um 59 tonn af þorski. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir að framleiðsla á eldisfiski nemi um 20.801 tonnum og 30.475 tonnum á árinu 2018.

Útflutningsverðmæti eldisfisks árið 2016 var tæpir tíu milljarðar króna samanborið við 7,1 milljarð árið 2015. Verðmæti eldislax nam 5.5 milljörðum á árinu 2016 og jókst um 2.5 milljarða frá fyrra ári. Verðmæti silungs – bleikju og regnbogasilungs – var 3.5 milljarðar á árinu og lækkaði um 57 milljónir frá árinu 2015.

smari

Auglýsing

Sautján umsóknir um framkvæmdastjórastarf

Frá stofnfundi Vestfjarðastofu í Edinborgarhúsinu þann 1. desember.

Sautján umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra nýstofnaðrar Vestfjarðastofu. Umsóknarfrestur rann út 18. desember. Þrír drógu umsóknir sínar til baka. Vestfjarðastofa var stofnuð 1. desember. Hún á að vinna að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Vestfjörðum og veita margháttaða ráðgjöf og þjónustu tengda atvinnulífinu, byggðaþróun og menningu á Vestfjörðum.

Umsækjendur eru:

Agnes Arnardottir, verkefnastjóri byggðaþróunar

Anna Greta Ólafsdóttir, fyrrum skólastjóri

Egill Skulason Langdal, verkefnastjóri á þjónustusviði

Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur

Gylfi Ólafsson, fyrrum aðstoðarmaður ráðherra

Hjalti Sölvason, ráðgjafi

Ívar Örn Hauksson, fulltrúi

Jóhann Bæring Pálmason, yfirvélstjóri landvinnslu

Karl Steinar Óskarsson, framkvæmdastjóri

Karólína Helga Símonardóttir, verkefnastjóri

Lukas Breki Larsen Valgeirsson, beitningarmaður

Ólafur Kjartansson, viðskiptastjóri

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, verkefnastjóri

Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, starfandi stjórnarformaður

 

Auglýsing

Fimm krónur af hverjum lítra til Landsbjargar

Jón Ólaf¬ur Hall¬dórs¬son, for¬stjóri Olís, og Jón Svan¬berg Hjart¬ar¬son, fram¬kvæmda¬stjóri Slysa¬varna¬fé-lags¬ins Lands¬bjarg¬ar.

Í dag og á morg­un munu 5 krón­ur af hverj­um seld­um eldsneyt­is­lítra hjá Olís og ÓB renna til Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar. Jafn­framt verður 17 kr. af­slátt­ur af eldsneyt­is­lítr­an­um hjá Olís og ÓB þessa tvo daga.

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að Olíu­verzl­un Íslands hef­ur und­an­far­in fimm ár verið einn af aðalstyrkt­araðilum Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar og hef­ur styrkt það með fjár­fram­lög­um og veg­leg­um af­slætti af eldsneyti og öðrum vör­um. Þá hef­ur Olís boðið upp á sér­staka neyðaraðstoð sem felst m.a. í að fé­lagið opn­ar af­greiðslu­stöðvar sín­ar að kvöld- og næt­ur­lagi ef björg­un­araðgerðir eru í gangi til að björg­un­ar­sveit­ir hafi aðgang að eldsneyti og öðrum búnaði á öll­um tím­um sól­ar­hrings­ins.

„Það er okk­ur sönn ánægja og heiður að standa við bakið á sam­tök­un­um,“ er haft eft­ir Jóni Ólafi Hall­dórs­syni, for­stjóra Olís, í frétta­til­kynn­ing­unni. „Þúsund­ir sjálf­boðaliða sam­tak­anna vinna ótrú­legt starf við að bjarga manns­líf­um, oft við mjög erfiðar aðstæður. Við von­um að lands­menn verði til taks fyr­ir Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg þessa tvo daga og sýni þeim stuðning.“

Jón Svan­berg Hjart­ar­son, fram­kvæmda­stjóri Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar seg­ir að með ára­löng­um stuðningi sín­um við sjálf­boðaliðastarf Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar hafi Olís verið gríðarlega mik­il­væg­ur bak­hjarl sem einn af aðalstyrkt­araðilum sam­tak­anna. „Það er al­veg ljóst að án stuðnings al­menn­ings og fyr­ir­tækja í land­inu þá mætti starf Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar sín lít­ils enda kall­ar út­hald björg­un­ar­sveita, þjálf­un og upp­bygg­ing tækja­búnaðar þeirra á mik­inn til­kostnað þótt starfið sjálft sé allt unnið í sjálf­boðavinnu. Það er því óhætt að segja að þetta sam­starf með Olís sé sam­starf til góðra verka og í raun fyr­ir­mynd sam­fé­lags­legr­ar ábyrgðar á alla vegu.“

smari@bb.is

Auglýsing

Fimm brennur í Ísafjarðarbæ

Áramótabrennur verða í öllum fimm byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar. Að fara á brennu og sýna sig og sjá aðra, taka lagið og skjóta upp flugeldum er fastur liður í áramótahaldi margra. Áramótabrennur hafa tíðkast á Íslandi um langt skeið. Fram kemur á Vísindavefnum að elsta þekkta frásögnin um brennur um áramót sé frá árinu 1791 þegar greint er frá því að piltar við Hólavallaskóla í Reykjavík hafi haldið brennur á hæð skammt frá skólanum. Talið er að það hafi verið Landakotshæð.

Rúmlega 100 ára hefð

Á 19. öld breiddist siðurinn út um Reykjavík og síðan um aldamótin á einstökum sveitabæjum.  Sums staðar á Suður- og Vesturlandi var reynt að haga svo til að kveikt væri í bálkestinum á sama tíma á öllum bæjum í byggðarlaginu svo að hver sæi til annars. Við upphaf 20. aldar voru brennur orðnar algengar hér á landi.

Brennur í Ísafjarðarbæ verða sem hér segir:

Ísafjörður: Klukkan 20.30 á Hauganesi

Hnífsdalur: Klukkan 20.30 á Árvöllum

Suðureyri: Klukkan 20.30 á Hlaðnesi

Flateyri: Klukkan 20.30 við smábátahöfn

Þingeyri: Klukkan 20.20 á Þingeyrarodda

Meðfylgjandi myndband var tekið á brennunni í fyrra.

Auglýsing

Mikilvæg skilaboð skemmd með límmiðum

Svo virðist sem færst hafi í vöxt að ferðamenn víðs vegar um landið lími hina og þessa miða á alls konar skilti sem verða á vegi þeirra. Í versta falli geta merkingar skiltanna, aðvaranir og mikilvægar upplýsingar, látið á sjá eða farið forgörðum.

Edda Kristín Eiríksdóttir, sérfræðingur og landvörður hjá Umhverfisstofnun á Patreksfirði, tók meðfylgjandi mynd af útskotsskilti við veg 612 þar sem horft er niður að Örlygshöfn á sunnanverðum Vestfjörðum. Hún segir límmiðafárið geta skapað hættu.

„Ég hef á tilfinningunni að þetta sé vaxandi vandamál hér. Við skófum ófáa límmiða af skiltum við Dynjanda í sumar og fundum límmiða á skiltum við einbreiðar brýr við þjóðveginn líka. Þetta skilti er þó það versta sem ég hef séð,” er haft eftir henni á vef Umhverfisstofnunar.

Edda Kristín hefur látið Vegagerðina vita vegna skiltisins á myndinni. Liggur fyrir að stofnunin mun bregðast við samkvæmt svörum sem fengist hafa.

smari@bb.is

Auglýsing

Austlæg átt og kalt í lofti

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt á Vestfjörðum í dag, 5 til 10 m/s. Skýjað með köflum og frost 3 til 10 stig. Á morgun  mun hvessa eilítið á landinu og  víða verður 10 til 15 m/s snemma í nótt og fer að snjóa. Þannig verður snjókoma með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu fram á laugardag en léttskýjað á Austurlandi.

Á gamlárs- og nýársdag er útlit fyrir fremur hæga norðlæga átt, en þó kalda við Suðausturströndina, él norðan- og austantil á landinu en léttskýjað syðra.

Það er hálka, hálkublettir og sumstaðar snjóþekja á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er á Klettsháls. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar.  Ófært er í Árneshrepp en verið að moka.

smari@bb.is

Auglýsing

Grænt ljós frá Matvælastofnun

Sjókvíar í Tálknafirði.

Matvælastofnun hefur veitt Arctic Sea Farm og Fjarðalaxi rekstrarleyfi til fiskeldis í Patreks- og Tálknafirði í samræmi við lög um fiskeldi. Samanlögð árleg framleiðsla fyrirtækjanna tveggja verður 17.500 tonn af laxi. Fjarðalaxi er heimilt að framleiða allt að 10.700 tonn á ári og Arctic Sea Farm 6.800 tonn. Hámarkslífmassi eldisins mun ekki fara yfir 20.000 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat fjarðanna. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Fjarðalax, sem er dótturfyrirtæki Arnarlax, er með leyfi fyrir 3.000 tonna eldi  í Patreksfirði og Tálknafirði en Arctic Sea Farm er ekki með eldisleyfi í fjörðunum.

Framkvæmd fyrirtækjanna fór í gegnum sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu fyrrnefndra rekstrarleyfa til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar fréttar.

 

Auglýsing

Nemendum ofan grunnskóla fækkaði

Nemendur á skólastigum ofan grunnskóla á Íslandi voru 41.519 haustið 2016 og fækkaði um 1.018 frá fyrra ári, eða 2,4%. Nemendum fækkaði bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi. Alls sóttu 18.756 karlar nám og 22.763 konur. Körlum við nám fækkaði um 293 frá fyrra ári (-1,5%) en konum um 725 (-3,1%).

Á framhaldsskólastigi stunduðu 22.564 nemendur nám og fækkaði um 2,3% frá fyrra ári. Á háskólastigi í heild voru 18.111 nemendur og fækkaði um 2,6% frá haustinu 2015. Nemendur í námi til fyrstu háskólagráðu voru 13.282 og fækkaði um 2,3% frá fyrra ári og nemendum í námi til meistaragráðu fækkaði um 4,8% og voru 4.125 haustið 2016. Nemendum í námi til doktorsgráðu fjölgaði um fjóra (0,9%) og voru 469.

Færri 16 ára stunda nám
Skólasókn, þ.e. hlutfall af aldurshópi 16 ára nemenda sem sækja skóla, var 94,7% í skólum ofan grunnskóla haustið 2016 en var 95,4% haustið 2015. Skólasókn var minni en árið áður bæði meðal drengja og stúlkna og sóttu 94,3% 16 ára drengja skóla og 95,0% 16 ára stúlkna.

Skólasókn haustið 2016 var meiri en haustið 2015 meðal 17-19 ára unglinga. Hins vegar sóttu færri skóla á aldrinum 20-26 ára en ári áður.

Skólasókn kvenna var meiri en karla í öllum árgöngum 16-29 ára að 20 ára nemendum undanskildum og einnig meðal háskólanemenda 30 ára og eldri. Ef eingöngu er litið á nemendur á framhaldsskólastigi, voru karlar hlutfallslega fleiri en konur á aldrinum 20-39 ára.

Skólasókn minnst meðal innflytjenda
Þegar skólasókn 16 ára og 18 ára var skoðuð eftir bakgrunni nemenda reyndist hún vera minnst meðal innflytjenda. Meðal 16 ára innflytjenda sóttu 84,1% skóla haustið 2016 og 53,7% voru í skóla við 18 ára aldur. Skólasókn við 16 ára aldur var mest meðal nemenda sem ekki hafa erlendan bakgrunn, 96,4% en við 18 ára aldur var skólasókn mest meðal þeirra sem teljast til annarrar kynslóðar innflytjenda, 100%.

Til innflytjenda teljast einstaklingar sem eru fæddir erlendis og eiga báða foreldra af erlendum uppruna. Skiptinemar, sem koma til ársdvalar á Íslandi, teljast með innflytjendum í þessum tölum. Annarrar kynslóðar innflytjendur eru þeir sem eru fæddir á Íslandi en báðir foreldrar eru innflytjendur. Þess skal getið, að aðeins 27-50 íbúar á þessum aldri tilheyra annarri kynslóð innflytjenda svo hver einstaklingur vegur þungt í tölunum.

Tæplega einn af hverjum þremur nemendum á framhaldsskólastigi í starfsnámi
Tæplega einn af hverjum þremur nemendum á framhaldsskólastigi var í starfsnámi haustið 2016 en 67,0% stunduðu nám á bóknámsbrautum. Hlutfall nemenda í starfsnámi hefur lítið breyst síðastliðinn áratug en var 36-38% á árunum 2000-2005. Hlutfall nema í starfsnámi haustið 2016 var mun hærra meðal karla en kvenna, eða 40,6% á móti 25,1% hjá konum.

Um gögnin
Upplýsingum er safnað beint frá skólunum og úr framhaldsskólaforritinu INNU og miðast við fjölda nemenda um miðjan október ár hvert. Skólasókn er reiknuð þannig að nemendur eru flokkaðir eftir aldri, lögheimili og uppruna ár hvert og hlutfall þeirra síðan reiknað af fjölda í hverjum flokki. Nemendur eru flokkaðir eftir bakgrunni samkvæmt innflytjendagrunni Hagstofu Íslands.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

bryndis@bb.is

Auglýsing

Fiskeldislögum verður breytt

Kristján Þór Júlíusson.

Við upphaf þings var birt yfirlit um þau mál sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hyggst leggja fram á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin mun jafnframt við upphaf vetrarþings, að loknu jólahléi, afhenda forseta Alþingis endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur tíu mál á þeim lista og meðal þeirra er breyting á lögum um fiskeldi. Í kynningu á lagafrumvarpinu segir að starfshópur um stefnumótun í fiskeldi hefur lokið störfum og skilað tillögum að lagabreytingum. Eftir skoðun á tillögum vinnuhópsins verður lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um fiskeldi.

Meðal tillagna starfshópsins er að áhættumat Hafrannsóknastofnunar verði ráðandi í skipulagningu sjókvíaeldis á Íslandi en eins og kunnugt er leggst stofnunin gegn sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi.

Auglýsing

Sædísin sökk í Ísafjarðarhöfn

Sædís liggur á botninum í höfninni á Ísafirði.

Á jóladag uppgötvaðist að Sædís ÍS, einn báta Byggðasafn Vestfjarða, hafði sokkið í Ísafjarðarhöfn. Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða, segir ekki vitað hvers vegna Sædísin sökk. „Við tökum hana upp á morgun og þá fáum við væntanlega skýringu á þessu. Það var farið í hana á Þorláksmessu og þá var allt í lagi, enginn sjór í henni og dælurnar í lagi,“ segir Jón

Hann telur að báturinn komist að mestu óskaddaður frá þessu volki. „Það er ekkert í henni, engin vél eða nokkur skapaður hlutur og hún á alveg að þola þetta.“

Sædís var byggð á Ísafirði árið 1938. Þá var staða sjávarútvegs í bænum sú að Samvinnufélag Ísfirðinga og h.f. Huginn voru aðsópsmestu útgerðarfélögin. Hitt félagið var Njörður, en Kaupfélag Ísfirðinga var þar stærsti hluthafinn. Fyrsti stjórnarformaður Njarðar var Guðmundur G. Hagalín en Ketill Guðmundsson, kaupfélagsstóri, varð fyrsti framkvæmdastjóri. Sædís varð fyrsti bátur félagsins, smíðuð árið 1938 eins og áður var nefnt. Ásdís var smíðuð sama ár, og árið 1940 höfðu þrjár „dísir“ bæst í flotann, Bryndís, Hjördís og Valdís. Allir voru þessir bátar teiknaðir og smíðaðir af Bárði G. Tómassyni, skipaverkfræðingi á Ísafirði. Enn síðar bættist raunar sjötta dísin við, Jódís. Dísirnar voru allar gerðar út fram yfir síðari heimsstyrjöld og stunduðu ýmist línu- dragnóta- eða reknetaveiðar.

Auglýsing

Nýjustu fréttir