Austlæg átt og kalt í lofti

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt á Vestfjörðum í dag, 5 til 10 m/s. Skýjað með köflum og frost 3 til 10 stig. Á morgun  mun hvessa eilítið á landinu og  víða verður 10 til 15 m/s snemma í nótt og fer að snjóa. Þannig verður snjókoma með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu fram á laugardag en léttskýjað á Austurlandi.

Á gamlárs- og nýársdag er útlit fyrir fremur hæga norðlæga átt, en þó kalda við Suðausturströndina, él norðan- og austantil á landinu en léttskýjað syðra.

Það er hálka, hálkublettir og sumstaðar snjóþekja á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er á Klettsháls. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar.  Ófært er í Árneshrepp en verið að moka.

smari@bb.is

DEILA