Stútungur: löng hefð fyrir niðurfellingu á leigu

Magnús Einar Magnússon, bæjarfulltrúi.

Magnús E. Magnússon, bæjarfulltrúi , sem sótti um styrkinn fyrr hönd Stútungsnefndarinnar á Flateyri segir í svari við fyrirspurn Bæjarins besta um það hvers vegna sótt var um styrk til Ísafjarðarbæjar, að „það er löng hefð að Ísafjarðarbær felli niður leiguna á íþróttahúsinu og búnað. Því sótti stútungsnefnd um þennan styrk.“

Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs segir einnig að „löng hefð er fyrir þessari ráðstöfun sem er í raun niðurfelling á leigu. Ekki er félagsheimili á Flateyri sem hentar til þorrablótshald. Sú er hins vegar raunin á Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdal, en þar eru í gildi rekstrarsamningar milli bæjarins og félagasamtaka í bænum.“

DEILA