Matsjáin fyrir smáframleiðendur matvæla

Í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla lögðu landshlutasamtökin og atvinnuþróunarfélög á öllu landinu inn umsókn í Matvælasjóðinn sem hlaut brautargengi.

Verkefnið snýr að því að veita smáframleiðendum stuðning með því að sníða aðferðarfræði úr verkefninu Ratsjá að matarfrumkvöðlum en Ratsjáin var hins vegar fyrir aðila í ferðaþónustunni.

Afurð verkefnisins verður fræðsla fyrir smáframleiðendur til að styðja þá í að aukinni verðmætasköpun, til að styrkja stöðu þeirra, efla framleiðslu, auka sölutekjur og styðja við sjálfbærni í rekstri. Markmið stuðningskerfisins er að auka innsýn þátttakenda í rekstri og innviða fyrirtækis með það fyrir augum að finna leiðir til að auka hagkvæmni, bæta rekstur, auka fagmennsku og innleiða samfélagsábyrgð í fyrirtækin.

Verkefnið fer fram á netinu þvert á landið og lýkur með veglegri uppskeruhátíð þar sem þátttakendur hittast í raunheimi.

Umsóknarfrestur er til 20. nóvember og verkefnið hefst með kynningarfundi 2. desember kl. 15:00. Matsjáin hefst svo formlega 6. janúar og lýkur 7. apríl. 

DEILA