Vesturbyggð: sólmyrkvi 12. ágúst 2026

Látrabjarg.

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur skipað starfshóp um undirbúning vegna sólmyrkvans 12. ágúst 2026. Starfshópurinn verður skipaður eftirtöldum aðilum:

Páll Vilhjálmsson – formaður bæjarráðs
Tryggvi B. Baldursson – formaður skipulags- og framkvæmdaráðs
Freyja Pedersen – formaður umhverfis og loftlagsráðs
Elín Eyjólfsdóttir – formaður heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps
Edda Kristín Eiríksdóttir – heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps
Maggý Hjördís Keransdóttir – fulltrúi bæjarstjórnar í heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps.

Upplýsingar voru lagðar fram um að almyrkvi verður á þessum degi í 2 mínútur og 13 sekúndur á Látrabjargi og verður lengstur þar á Íslandi. Á Ísafirði verður almyrkvinn heldur styttri eða í 1 mínútu og 25 sekúndur.

Almyrkvinn kemur fyrst á landinu við Straumnesvita kl 17:32:33 og stendur í 1 mín og 57 sek.

DEILA