Súðavík: mikill fjöldi húsbíla

DCIM101MEDIADJI_0364.JPG

Síðustu daga hafa tugir húsbíla haft aðsetur í Súðavík. Er um að ræða félagsskap húsbílaeigenda af öllu landinu sem tekur sig saman um að ferðast um landið. Var að þessu sinni ákveðið að ferðast til Vestfjarða og hafði hópurinn bækistöð í Súðavík eins og sjá má á þessari mynd sem Þorsteinn Haukur tók.

DEILA