Patrekshöfn: strandveiðar með 562 tonn í júní

Strandveiðibátur landar í Patrekshöfn í júní. Mynd: Patrekshöfn.

Alls var landað í Patrekshöfn í júní 672 tonnum samkvæmt yfirliti Fiskistofu. Dragnótabáturinn Patrekur BA var með 95 tonn í sjö veiðiferðum og sjóstangveiði skilaði 15 tonnum.

Annar afli var af um 60 handfærabátum og nam um 562 tonnum. Er það líklega aflahæsta höfn landsins í júní hvað strandveiðarnar varðar. Alls voru 748 landanir skráðar í mánuðinum.

DEILA