Vestfjarðagöngin lokuð

Vestfjarðagöngin er lokuð. Rúta bilaði í einbreiða hluta ganganna og eru viðgerðarmenn komnir á staðinn og unnið er að því að koma rútunni af stað. Farþegar eru í rútunni og amar ekki að þeim.

Lögreglan á Vestfjörðum segir að upplýsingar verði birtar á vef Vegagerðarinnar þegar göngin opnast að nýju.

DEILA