Súðavíkurhreppur: hafnað að smala ágangsfé

Áfltaver í Súðavík þar sem skrifstofur sveitarfélagsins eru.

Atvinnu- og landbúnaðarnefnd Súðavíkurhrepps hafnaði erindi um að smala ágangsfé úr landi Dvergasteins. Ekki kemur fram frá hverjum erindið er. Nefndin segir í bókun sinni að ekki liggi fyrir með óyggjandi hætti hversu mikill ágangur er eða hvert sé umfang tjóns sé fyrirsjáanlegt þannig að brýnt sé að smala verði land Dvergasteins.

Þá vísar nefndin til þess að ekki sé í gildi bann við lausagöngu búfjár utan þéttbylis í Súðavík. Ekki liggi fyrir í hvaða mæli búfé leitar inn á eignarland í óþökk eiganda og ekki liggi heldur fyrir hvort leitað hafi verið vægari úrræða til þess að bregðast við ástandinu sem lýst er í erindinu.

Leggur nefndin til að leitast verði við að finna viðunandi lausn á ágangi fjár með því að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir þeirra aðila er málið varðar. Er þeim tilmælum beint til sveitarstjórnar að endurskoða reglur umbúfjárhald til samræmis við réttarástand varðandi ágangsfé.

Í afgreiðslu sveitastjórnar segir að hún taki undir bókun nefndarinnar.

DEILA