Bolungavíkurhöfn: 1.481 tonn í maí

Góðviðrisdagur í Bolungavíkurhöfn og fáir bátar í höfninni. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Heildaraflinn sem barst á land í Bolungavíkurhöfn í maí var 1.481 tonn.

Strandveiðin var mikil í mánuðinum og 54 bátar voru með 573 tonn. Sjóstangveiðibátar lönduðu 16 tonnum. Önnur skip og bátar voru með 908 tonn.

Togarinn Sirrý ÍS fór 5 veiðiferðir og koma með 527 tonn af bolfiski. Dragnótabátarnir voru þrír sem lönduðu í mái. Ásdís ÍS var með 240 tonn, Þorlákur ÍS er aftur kominn á veiðar og var með 81 tonn og Rifsarinn SH landaði tvisvar samtals 29 tonnum.

Línubátarnir Fríða Dagmar ÍS og Jónína Brynja ÍS reru hvor um sig 9 róðra og Fríða var með 73 tonn og Jónína 64 tonn. Tryggvi Eðvarðs SH fór tvo róðra og kom með 32 tonn.

Siggi Bjartar ÍS var fyrst á grásleppuveiðum og fór svo á handfæri. Samtals landaði hann 20 tonnum.

DEILA